Óheilbrigt Haukur Örn Birgisson skrifar 28. maí 2019 08:45 Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“ Í síðustu viku birtist þessi frásögn konu í blaðaviðtali. Mér fannst hún sjokkerandi. Konan hafði greinst með krabbamein í öðru brjóstinu og hefur tekið þá ákvörðun að láta lækni, sem starfar á einkarekinni læknastöð í Reykjavík, fjarlægja bæði brjóst sín. Samkvæmt frásögn konunnar fær hún lækniskostnaðinn endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands, en einungis ef aðgerðin fer fram í útlöndum! Slíkar aðgerðir eru sem sagt ekki greiddar með almannafé ef þær fara fram á einkarekinni læknastofu sem staðsett er á Íslandi. Einkarekna læknastofan verður að vera í útlöndum. Það er ekkert launungarmál að íslensk stjórnvöld eru ekki hrifin af einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Fyrir því eru margvísleg rök. Það eru einnig margs konar rök fyrir því að opna á aukið þjónustuframboð annarra en ríkisins þegar kemur að læknisþjónustu. Sitt sýnist hverjum og það ber að virða. En viðhorf stjórnvalda gagnvart íslenskum læknum, sem gera aðgerðir á einkastofum sínum, er hins vegar komið út fyrir skynsamleg mörk – og er auðvitað fyrst og fremst til þess fallið að bitna á sjúklingum. Það er einfaldlega galið að sjúklingur þurfi að ferðast til útlanda, með lækninn sinn í handfarangri, til þess að láta hann framkvæma sömu aðgerðina og hér heima, eingöngu til þess að kostnaðurinn fáist greiddur úr Sjúkratryggingum. Allt virðist gert til að komast hjá því að greiða íslensku fyrirtæki fyrir læknisþjónustu. Það hljóta allir að sjá að þetta er ekki heilbrigt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun
Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“ Í síðustu viku birtist þessi frásögn konu í blaðaviðtali. Mér fannst hún sjokkerandi. Konan hafði greinst með krabbamein í öðru brjóstinu og hefur tekið þá ákvörðun að láta lækni, sem starfar á einkarekinni læknastöð í Reykjavík, fjarlægja bæði brjóst sín. Samkvæmt frásögn konunnar fær hún lækniskostnaðinn endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands, en einungis ef aðgerðin fer fram í útlöndum! Slíkar aðgerðir eru sem sagt ekki greiddar með almannafé ef þær fara fram á einkarekinni læknastofu sem staðsett er á Íslandi. Einkarekna læknastofan verður að vera í útlöndum. Það er ekkert launungarmál að íslensk stjórnvöld eru ekki hrifin af einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Fyrir því eru margvísleg rök. Það eru einnig margs konar rök fyrir því að opna á aukið þjónustuframboð annarra en ríkisins þegar kemur að læknisþjónustu. Sitt sýnist hverjum og það ber að virða. En viðhorf stjórnvalda gagnvart íslenskum læknum, sem gera aðgerðir á einkastofum sínum, er hins vegar komið út fyrir skynsamleg mörk – og er auðvitað fyrst og fremst til þess fallið að bitna á sjúklingum. Það er einfaldlega galið að sjúklingur þurfi að ferðast til útlanda, með lækninn sinn í handfarangri, til þess að láta hann framkvæma sömu aðgerðina og hér heima, eingöngu til þess að kostnaðurinn fáist greiddur úr Sjúkratryggingum. Allt virðist gert til að komast hjá því að greiða íslensku fyrirtæki fyrir læknisþjónustu. Það hljóta allir að sjá að þetta er ekki heilbrigt.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun