Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2019 06:00 Börn að leik í heitu pottunum í Sandvíkurfjöru. Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira