Fótbolti

Knattspyrnumenn handteknir á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Getty/Manuel Blondeau
Spænska lögreglan handtók í morgun fjölda manns í tengslum við rannsókn hennar á hagræðingu úrslita í spænska fótboltanum.

Núverandi og fyrrverandi leikmenn sem og forystumenn félaga eru meðal þeirra sem voru handteknir og spila þeir í tveimur efstu deildunum á Spáni samkvæmt fréttum frá Spáni.  





„Lögreglan var að fylgja eftir kvörtunum frá La Liga um meinta hagræðingu úrslita í leik í spænsku A-deildinni í maí 2018,“ hefur BBC eftir talsmanni La Liga.

Sami talsmaður segir að La Liga sé mjög virk í því að berjast gegn hagræðingu úrslita á Spáni. Átta önnur mál hafa verið send til lögreglunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×