Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 12:08 Mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Vísir/AP Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld. Frakkland Írak Sýrland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.
Frakkland Írak Sýrland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent