Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Sjá meira