Knattspyrnuþjálfari sem bjargar lífi barna og snýr niður innbrotsþjófa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 09:23 Júlíus Ármann Júlíusson kemur fólki reglulega til aðstoðar. Vísir Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni. Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni.
Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira