Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2019 08:15 Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. fréttablaðið/anton brink Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira