Meiðsli halda Birni ekki frá oddaleiknum: „Ég vil taka þátt í svona bíói“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 09:15 Björn Viðar Björnsson var Íslandsmeistari með Fram árið 2013. vísir/bára Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira