Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2019 20:12 Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58