Rihanna stofnar nýtt tískuhús Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:01 Rihanna á afmælishátíð Fenty Beauty. Getty/Caroline McCredie Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira