EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. maí 2019 07:30 Í yfirlýsingu segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum. Fréttablaðið/Ernir „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
„Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira