Kom að innbrotsþjófi í Grafarholti: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess“ Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:18 Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. Getty „Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
„Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira