Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 18:15 Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira