Vinnubrögð markvissari eftir námskeið í greiningum farþegalista Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 21:08 Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum. Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum.
Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira