Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 22:11 Hljómsveitin Hatari er framlag Íslands í Eurovision í ár. Eurovision Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“ Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40