Haukar og Selfoss hefja leik í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta annað kvöld þegar að fyrsti leikurinn fer fram í Schenker-höllinni að Ásvöllum klukkan 18.30.
Leikurinn fer fram aðeins fyrr en upphaflega var áætlað þar sem að Hatari stígur á stokk í Eurovision sama kvöld en allir hinir leikirnir verða flautaðir á klukkan 19.30.
Seinni bylgjan hefur upphitun 45 mínútum fyrir fyrstu fjóra leikina eða klukkan 17.45 á morgun og svo klukkan 18.45 fyrir hina leikina. Komi til oddaleiks hefst upphitu klukkutíma fyrir leik.
Haukar komust í lokaúrslitin á laugardaginn með því að leggja ÍBV í oddaleik en Selfoss fékk átta daga frí fyrir úrslitarimmuna eftir að sópa Valsmönnum í sumarfrí síðastliðinn mánudag.
Leiktímar í lokaúrslitum Olís-deildar karla:
Þri 14. maí: Haukar - Selfoss kl. 18.30
Fös 17. maí: Selfoss - Haukar kl. 19.30
Sun 19. maí: Haukar - Selfoss kl. 18.00
Mið 22. maí: Selfoss - Haukar kl. 19.30
Fös 24. maí: Haukar - Selfoss kl. 19.30
*Uppfært: HSÍ hefur breytt leiktímanum á leik þrjú sem átti að hefjast klukkan 19.30. Nýr leiktími er 18.00 og Seinni bylgjan hefur þá upphitun 17.15.
Hatari hefur áhrif á lokaúrslitin í Olís-deild karla
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti


Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn



Ekki hættur í þjálfun
Handbolti