Ætla að tryggja brunavarnir í Seljaskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2019 11:20 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira