Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 17:00 Skiptifarþegum fækkað sérstaklega mikið í Keflavík eftir fall Wow air. Fréttablaðið/Anton Brink Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira