Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason skrifar 14. maí 2019 08:00 Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun