Nefndin mun ekkert aðhafast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2019 07:15 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira