Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-0 Stjarnan | Valur marði Stjörnuna Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2019 22:00 Valskonur fagna. vísir/bára Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Origo-völlinn í kvöldblíðunni. Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga í deildinni. Ógnarsterkt lið Vals skoraði eina mark liðsins og þar var Margrét Lára Viðarsdóttir að verki. Markið kom á 30. mínútu en fram að því höfðu Valsarar verið sterkari aðilinn í leiknum. Leikurinn róaðist eftir þetta og ekki dró aftur til tíðinda fyrr en korter var búið af síðari hálfleik en þá fóru Valskonur aftur á bensíngjöfina og virtust ætla að ganga frá leiknum. Þær fengu fullt af færum á síðasta hálftímanum og hefðu líklega átt að fá eina ef ekki tvær vítaspyrnur í seinni hálfleik en Bríet Bragadóttir var ekki á sama máli. Stjarnan átti sína spretti en það var alveg ljóst að vörnin var númer 1, 2 og 3 hjá liðinu í dag og þær voru mestmegnis í löngum boltum inn fyrir vörnina sem Sandra í marki Vals hafði nóg að gera við að hreinsa frá. Lokaniðurstaðan 1-0 og Valur fer upp að hlið Breiðabliks á toppi deildarinnar.Af hverju vann Valur?Valur er með meiri gæði í sínum leikmannahópi og það sást á leik liðanna. Valur var meira með boltann og náði að stýra leiknum vel. Valsstúlkur voru óheppnar að skora ekki fleiri mörk en þær fengu nóg af færum til þess en færanýtingin ekki til staðar. Þá var markmaður Stjörnunnar einnig í essinu sínu í dag.Hvað gekk illa?Þó að Stjarnan hafi tapað leiknum spiluðu þær alls ekki illa. Hinsvegar gekk lítið í sóknarleik liðsins og þær buðu ekki upp á margt til að koma Valsliðinu á óvart í kvöld. Vörnin var í smá basli líka með tæknilega leikmenn Vals. Þá er auðvitað hægt að nefna færanýtingu Vals sem Pétur Pétursson mun eflaust skoða í vikunni.Hverjir stóðu upp úr?Birta Guðlaugsdóttir á mikið hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Hún er einungis 18 ára en er orðinn aðalliðsmarkvörður hjá einu af betri liðum landsins. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði Stjarnan líklega fengið þungt tap í kvöld. Hjá Valsliðinu var Elín Metta allt í öllu í sóknarleiknum. Hún var alltaf í boltanum og fór stundum illa með Stjörnukonur. Hún gaf stoðsendinguna á Margréti Láru og hefði hæglega getað skorað mark líka.Hvað gerist næst?Næsta verkefni Vals er gegn nýliðunum HK/Víkingi í Kórnum. Stjarnan tekur á móti Fylki í Garðabænum í næstu umferð.Pétur: Komst Hatari áfram?„Þetta var mikilvægur 1-0 sigur. Þetta var erfiður leikur fannst mér, við sköpuðum okkur mikið af færum og ég held að þær (Stjarnan) hafi ekki skapað eitt einasta færi.” sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að loknum 1-0 sigri liðsins gegn Stjörnunni. Pétur hafði þó meiri áhyggjur af framlagi Íslands í Eurovision heldur en leiknum. „En ég hef eina spurningu. Komst Hatari áfram? Ég er með svo miklar áhyggjur af því.” sagði Pétur en gleðifréttir fyrir hann að Hatari komst vissulega áfram. En aftur að leiknum og Pétur sagðir að stelpurnar hefðu getað spilað betur í dag. „Við hefðum getað nýtt færin betur en mér fannst við samt ekki spila nógu vel í dag, eða ekki eins vel og ég hefði viljað en við kláruðum þetta sem betur fer.” „Stjarnan var búin að loka vel á margar leiðir hjá okkur. Kristján er klókur þjálfari og hann gerði þetta mjög vel á móti okkur.” Hann var þó sáttur með þrjú stig og gat ekki beðið um betri byrjun á mótinu, fullt hús eftir 3 umferðir. Sigurinn í kvöld var ekki í neinni raunverulegri hættu. „Ég er alveg sammála, þetta var bara spurning hvort við myndum skora annað markið eða ekki. Það er mjög gott að vinna 1-0. Eigum við ekki að segja það, þó ég sé senter,”Elín Metta: Mikið sjálfstraust í liðinuElín Metta Jensen, leikmaður Vals, var ánægð með sigurinn. „Mér fannst leikurinn mjög góður. Mér fannst við spila mjög vel. Stjarnan á líka hrós skilið fyrir fínan leik.” „Við hefðum getað nýtt færin betur. Við vorum duglegar að skapa okkur færi og það er jákvætt en sjálfsagt hefðum við getað gert betur,” Valsliðið spilaði vel í kvöld, færanýtingin var ekki 100% en liðið virtist ekki eiga í miklum vandræðum varnarlega í leiknum „Við erum með virkilega sterka varnarmenn og miðju og já, við náðum að halda þeim ágætlega í skefjum en þær eru samt virkilega góðar.” „1-0 dugir en auðvitað vill maður fleiri mörk og ég sérstaklega sem senter en svona er þetta.” Byrjun Vals hefur verið fullkomin hingað til en þær eru með 9 stig eftir 3 umferðir og hafa sýnt góða frammistöðu þar að auki. „Við erum gífurlega ánægðar með þetta. Það er þvílíkt mikið sjálfstraust í liðinu og gott að fá öll þessi stig.” sagði Elín Metta að lokum.Kristján: Vantaði örlitla heppni„Með smá heppni, þá hefðum við getað fengið meira. Við fáum færi til þess að skora mark og með örlítilli heppni þá hefði það tekist.” sagði Kristján Gðumundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Val. „Við lögðum leikinn öðruvísi upp og spiluðum öðruvísi en fyrstu tvo leikina á mótinu. Þá er hætta á að eitthvað opnist hjá okkur en það gerði það ekki en það hefði verið gaman að fá eitt stig, undir lokin var ég orðinn svolítið pirraður á að vera ekki búinn að jafna leikinn.” Kristjáni fannst liðið hans spila ágætlega í vörn en Birta Guðlaugsdóttir, markmaður Stjörnunnar, stal senunni með frábærum leik. „Varnarleikur liðsins var fínn. Það sem við settum upp og höfum verið að vinna með gekk ágætlega.” „Hún (Birta) hefur þroskast mikið í vetur og hefur verið að spila nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu. Hún er undir góðri handleiðslu Kjartans Sturlusonar sem er að gera gríðarlega góða hluti með hana og alla markmenn okkar.” „Hún er að sýna hvað hún er búin að leggja mikið á sig, hún sá möguleikann á að byrja mótið og það gerðist. Berglind er á leiðinni að koma inn og er tilbúin en Birta er búin að spila mjög vel þannig að við erum með tvo góða markmenn sem eru búnir að standa sig mjög vel.” Stjarnan var minna með boltann í leiknum og reiddi sig meira á skyndisóknir en Kristján breytti leik liðsins fyrir þennan leik en liðið náði ekki að gera sér mat úr færunum sem stelpurnar fengu. „Áætlunin gekk ágætlega oft á tíðum og við fengum allavegana tvo sénsa sem við verðum að nýta. Í svona leik þar sem við erum að spila við mjög sterkt lið þá þarf að nýta þessa sénsa.” „Svipað og hvað við erum óánægðir með markið sem við fáum á okkur. Það var alveg óþarfi að fá það á sig.” Eftir þrjá leiki og sex stig er Kristján sáttur. „Ef maður horfir á leikina þá er þetta bara nokkuð góð uppskera. Liðið er orðið samstillt, sterk heild og er að gera það sem við erum að byrja um og hvernig þær vilja spila leikina. Við erum bara nokkuð sáttir þó að sjálfsögðu ætluðum við að taka stig hérna.” Pepsi Max-deild kvenna
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Origo-völlinn í kvöldblíðunni. Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga í deildinni. Ógnarsterkt lið Vals skoraði eina mark liðsins og þar var Margrét Lára Viðarsdóttir að verki. Markið kom á 30. mínútu en fram að því höfðu Valsarar verið sterkari aðilinn í leiknum. Leikurinn róaðist eftir þetta og ekki dró aftur til tíðinda fyrr en korter var búið af síðari hálfleik en þá fóru Valskonur aftur á bensíngjöfina og virtust ætla að ganga frá leiknum. Þær fengu fullt af færum á síðasta hálftímanum og hefðu líklega átt að fá eina ef ekki tvær vítaspyrnur í seinni hálfleik en Bríet Bragadóttir var ekki á sama máli. Stjarnan átti sína spretti en það var alveg ljóst að vörnin var númer 1, 2 og 3 hjá liðinu í dag og þær voru mestmegnis í löngum boltum inn fyrir vörnina sem Sandra í marki Vals hafði nóg að gera við að hreinsa frá. Lokaniðurstaðan 1-0 og Valur fer upp að hlið Breiðabliks á toppi deildarinnar.Af hverju vann Valur?Valur er með meiri gæði í sínum leikmannahópi og það sást á leik liðanna. Valur var meira með boltann og náði að stýra leiknum vel. Valsstúlkur voru óheppnar að skora ekki fleiri mörk en þær fengu nóg af færum til þess en færanýtingin ekki til staðar. Þá var markmaður Stjörnunnar einnig í essinu sínu í dag.Hvað gekk illa?Þó að Stjarnan hafi tapað leiknum spiluðu þær alls ekki illa. Hinsvegar gekk lítið í sóknarleik liðsins og þær buðu ekki upp á margt til að koma Valsliðinu á óvart í kvöld. Vörnin var í smá basli líka með tæknilega leikmenn Vals. Þá er auðvitað hægt að nefna færanýtingu Vals sem Pétur Pétursson mun eflaust skoða í vikunni.Hverjir stóðu upp úr?Birta Guðlaugsdóttir á mikið hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Hún er einungis 18 ára en er orðinn aðalliðsmarkvörður hjá einu af betri liðum landsins. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði Stjarnan líklega fengið þungt tap í kvöld. Hjá Valsliðinu var Elín Metta allt í öllu í sóknarleiknum. Hún var alltaf í boltanum og fór stundum illa með Stjörnukonur. Hún gaf stoðsendinguna á Margréti Láru og hefði hæglega getað skorað mark líka.Hvað gerist næst?Næsta verkefni Vals er gegn nýliðunum HK/Víkingi í Kórnum. Stjarnan tekur á móti Fylki í Garðabænum í næstu umferð.Pétur: Komst Hatari áfram?„Þetta var mikilvægur 1-0 sigur. Þetta var erfiður leikur fannst mér, við sköpuðum okkur mikið af færum og ég held að þær (Stjarnan) hafi ekki skapað eitt einasta færi.” sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að loknum 1-0 sigri liðsins gegn Stjörnunni. Pétur hafði þó meiri áhyggjur af framlagi Íslands í Eurovision heldur en leiknum. „En ég hef eina spurningu. Komst Hatari áfram? Ég er með svo miklar áhyggjur af því.” sagði Pétur en gleðifréttir fyrir hann að Hatari komst vissulega áfram. En aftur að leiknum og Pétur sagðir að stelpurnar hefðu getað spilað betur í dag. „Við hefðum getað nýtt færin betur en mér fannst við samt ekki spila nógu vel í dag, eða ekki eins vel og ég hefði viljað en við kláruðum þetta sem betur fer.” „Stjarnan var búin að loka vel á margar leiðir hjá okkur. Kristján er klókur þjálfari og hann gerði þetta mjög vel á móti okkur.” Hann var þó sáttur með þrjú stig og gat ekki beðið um betri byrjun á mótinu, fullt hús eftir 3 umferðir. Sigurinn í kvöld var ekki í neinni raunverulegri hættu. „Ég er alveg sammála, þetta var bara spurning hvort við myndum skora annað markið eða ekki. Það er mjög gott að vinna 1-0. Eigum við ekki að segja það, þó ég sé senter,”Elín Metta: Mikið sjálfstraust í liðinuElín Metta Jensen, leikmaður Vals, var ánægð með sigurinn. „Mér fannst leikurinn mjög góður. Mér fannst við spila mjög vel. Stjarnan á líka hrós skilið fyrir fínan leik.” „Við hefðum getað nýtt færin betur. Við vorum duglegar að skapa okkur færi og það er jákvætt en sjálfsagt hefðum við getað gert betur,” Valsliðið spilaði vel í kvöld, færanýtingin var ekki 100% en liðið virtist ekki eiga í miklum vandræðum varnarlega í leiknum „Við erum með virkilega sterka varnarmenn og miðju og já, við náðum að halda þeim ágætlega í skefjum en þær eru samt virkilega góðar.” „1-0 dugir en auðvitað vill maður fleiri mörk og ég sérstaklega sem senter en svona er þetta.” Byrjun Vals hefur verið fullkomin hingað til en þær eru með 9 stig eftir 3 umferðir og hafa sýnt góða frammistöðu þar að auki. „Við erum gífurlega ánægðar með þetta. Það er þvílíkt mikið sjálfstraust í liðinu og gott að fá öll þessi stig.” sagði Elín Metta að lokum.Kristján: Vantaði örlitla heppni„Með smá heppni, þá hefðum við getað fengið meira. Við fáum færi til þess að skora mark og með örlítilli heppni þá hefði það tekist.” sagði Kristján Gðumundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Val. „Við lögðum leikinn öðruvísi upp og spiluðum öðruvísi en fyrstu tvo leikina á mótinu. Þá er hætta á að eitthvað opnist hjá okkur en það gerði það ekki en það hefði verið gaman að fá eitt stig, undir lokin var ég orðinn svolítið pirraður á að vera ekki búinn að jafna leikinn.” Kristjáni fannst liðið hans spila ágætlega í vörn en Birta Guðlaugsdóttir, markmaður Stjörnunnar, stal senunni með frábærum leik. „Varnarleikur liðsins var fínn. Það sem við settum upp og höfum verið að vinna með gekk ágætlega.” „Hún (Birta) hefur þroskast mikið í vetur og hefur verið að spila nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu. Hún er undir góðri handleiðslu Kjartans Sturlusonar sem er að gera gríðarlega góða hluti með hana og alla markmenn okkar.” „Hún er að sýna hvað hún er búin að leggja mikið á sig, hún sá möguleikann á að byrja mótið og það gerðist. Berglind er á leiðinni að koma inn og er tilbúin en Birta er búin að spila mjög vel þannig að við erum með tvo góða markmenn sem eru búnir að standa sig mjög vel.” Stjarnan var minna með boltann í leiknum og reiddi sig meira á skyndisóknir en Kristján breytti leik liðsins fyrir þennan leik en liðið náði ekki að gera sér mat úr færunum sem stelpurnar fengu. „Áætlunin gekk ágætlega oft á tíðum og við fengum allavegana tvo sénsa sem við verðum að nýta. Í svona leik þar sem við erum að spila við mjög sterkt lið þá þarf að nýta þessa sénsa.” „Svipað og hvað við erum óánægðir með markið sem við fáum á okkur. Það var alveg óþarfi að fá það á sig.” Eftir þrjá leiki og sex stig er Kristján sáttur. „Ef maður horfir á leikina þá er þetta bara nokkuð góð uppskera. Liðið er orðið samstillt, sterk heild og er að gera það sem við erum að byrja um og hvernig þær vilja spila leikina. Við erum bara nokkuð sáttir þó að sjálfsögðu ætluðum við að taka stig hérna.”