Manchester City heldur fram sakleysi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:30 Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni. Getty/Michael Regan Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00
Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00