Fimleikafélagið: Lögreglukonan í FH-liðinu í aðalhlutverki í nýjasta þættinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir. Skjámynd/Fimleikafélagið Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira