Alvarlegur öryggisveikleiki í Whatsapp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2019 16:23 WhatsApp er gríðarlega vinsælt samskiptaforrit en hefur ef til vill ekki notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi og víðar í heiminum. vísir/Getty Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar. Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar.
Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?