Rekstrargjöld félagsins Brauðs og co ehf., sem rekur fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu, voru um 692 milljónir króna í fyrra borið saman við 379 milljónir króna árið áður. Fjöldi ársverka á síðasta ári var 38 en 20,2 árið 2017.

Fyrsta bakarí Brauðs & Co var opnað á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í byrjun árs 2016. Félagið rekur einnig bakarí í Mathöllinni við Hlemm, í Fákafeni, á Melhaga og við Akrabraut í Garðabæ en þau tvö síðarnefndu voru opnuð í fyrra.
Stærsti hluthafi Brauðs & Co er Eyja fjárfestingafélag, í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, með 53 prósenta hlut.