Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 15:11 Maðurinn var sólginn í flug WOW Air til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/Ernir Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira