Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:04 Liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem Bandaríkjastjórn lítur á sem hryðjuverkasamtök. Vísir/EPA Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10
Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“