Blautt og hlýtt sumar í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 10:12 Sumarið verður blautt og heitt, ef marka má spá Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Vísir/vilhelm Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár. Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár.
Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira