„Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 11:45 Sylvía segist hafa notað mat sem huggun - hún hafi greinst með fæðingarþunglyndi og liðið illa á bæði líkama og sál. Skjáskot/Stöð 2 Sylvía Haukdal, menntaður eftirréttakokkur og tveggja barna móðir, var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið við dætur sínar þegar hún ákvað að taka sig á. Hún fór í svokallaða magaermisaðgerð og hefur nú lést um 40 kíló. Sylvía lýsti ferlinu í þættinum Íslandi í dag sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Eftir að hafa prófað alla megrunarkúra sem í boði eru án árangurs ákvað hún að skella sér í aðgerðina, sem Sylvía segir hafa veitt sér nýtt líf. „Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma og fannst mamma náttúrulega flottust, þá var ég svolítið slegin í andlitið, að ég væri kannski ekki besta fyrirmyndin í því ástandi sem ég var þá, líkamlega og andlega. Þú vilt geta leikið við börnin þín og gert allt með þeim. Þú átt að vera þessi heilbrigða fyrirmynd fyrir þau.“ Sylvía greindist með meðgönguþunglyndi þegar hún gekk með dóttur sína og segir að á sama tíma hafi hún áttað sig á því að henni hafi ekki liðið vel í langan tíma. Hún hafi þá notað mat sem huggun.Pakksödd eftir eitt egg Þá segist hún hafa verið meðvituð um áhættuna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð af þessum toga en segir lækna sína alltaf hafa staðið þétt við bakið á sér. Móðir Sylvíu fylgdi henni út til Svíþjóðar þar sem hún dvaldi í nokkra daga eftir aðgerð og segir Sylvía að stuðningur móður sinnar hafi verið ómetanlegur. „Þetta fannt mér vera leiðin, að gera þetta svona, þetta var náttúrulega ógeðslega dýrt en bara samt svo þess virði. Ég lifi lengur og er hamingjusamari fyrir vikið.“En hvernig gekk Sylvíu að aðlagast því að geta ekki borðað allt sem hún hafði verið vön að borða?„Fyrstu dagarnir voru skrautlegir. Maður er fyrstu tvær vikurnar á fljótandi fæði og er ráðlagt að vera undir 5 prósentum í sykri,“ segir Sylvía. „Þetta var rosalega leiðinlegur tími.“ Þá hafa matarskammtar Sylvíu rýrnað töluvert eftir aðgerðina, sem minnkar umfang magans um nær 90 prósent. „Besta lýsingin er: eitt spælt egg, þá er ég orðin pakksödd.“Innslagið um Sylvíu má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Sylvía Haukdal, menntaður eftirréttakokkur og tveggja barna móðir, var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið við dætur sínar þegar hún ákvað að taka sig á. Hún fór í svokallaða magaermisaðgerð og hefur nú lést um 40 kíló. Sylvía lýsti ferlinu í þættinum Íslandi í dag sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Eftir að hafa prófað alla megrunarkúra sem í boði eru án árangurs ákvað hún að skella sér í aðgerðina, sem Sylvía segir hafa veitt sér nýtt líf. „Dóttir mín var farin að segja að hún vildi verða stór eins og mamma og fannst mamma náttúrulega flottust, þá var ég svolítið slegin í andlitið, að ég væri kannski ekki besta fyrirmyndin í því ástandi sem ég var þá, líkamlega og andlega. Þú vilt geta leikið við börnin þín og gert allt með þeim. Þú átt að vera þessi heilbrigða fyrirmynd fyrir þau.“ Sylvía greindist með meðgönguþunglyndi þegar hún gekk með dóttur sína og segir að á sama tíma hafi hún áttað sig á því að henni hafi ekki liðið vel í langan tíma. Hún hafi þá notað mat sem huggun.Pakksödd eftir eitt egg Þá segist hún hafa verið meðvituð um áhættuna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð af þessum toga en segir lækna sína alltaf hafa staðið þétt við bakið á sér. Móðir Sylvíu fylgdi henni út til Svíþjóðar þar sem hún dvaldi í nokkra daga eftir aðgerð og segir Sylvía að stuðningur móður sinnar hafi verið ómetanlegur. „Þetta fannt mér vera leiðin, að gera þetta svona, þetta var náttúrulega ógeðslega dýrt en bara samt svo þess virði. Ég lifi lengur og er hamingjusamari fyrir vikið.“En hvernig gekk Sylvíu að aðlagast því að geta ekki borðað allt sem hún hafði verið vön að borða?„Fyrstu dagarnir voru skrautlegir. Maður er fyrstu tvær vikurnar á fljótandi fæði og er ráðlagt að vera undir 5 prósentum í sykri,“ segir Sylvía. „Þetta var rosalega leiðinlegur tími.“ Þá hafa matarskammtar Sylvíu rýrnað töluvert eftir aðgerðina, sem minnkar umfang magans um nær 90 prósent. „Besta lýsingin er: eitt spælt egg, þá er ég orðin pakksödd.“Innslagið um Sylvíu má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira