Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 12:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Vísir/Vilhelm Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands. Umhverfismál Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Umhverfismál Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira