Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 12:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Vísir/Vilhelm Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands. Umhverfismál Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Umhverfismál Veður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira