Tvær kynslóðir af kulnun kveiktu á perunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Sálfræðineminn Berglind Rut Wöhler, ein þeirra sem vill auðvelda fólki að kljást við kulnun með nýstárlegri lausn. Vísir/Vilhelm Ætla má að um 13 prósent Norðurlandabúa glími við einkenni kulnunar í leik eða starfi. Einkennin eru fjölbreytt, orsakirnar margvíslegar og afleiðingarnar oft alvarlegar. Þrátt fyrir það reynist fólki erfitt að finna bót meina sinna, að mati hópsins að baki lausninni Kulnun Solutions. Um er að ræða hálfgert markaðstorg. Einstaklingar sem telja sig eiga við kulnun að stríða svara stuttri spurningakönnun á vefsíðu Kulnunar og að henni lokinni eru þeir paraðir saman við sérfræðinga, sem best eru til þess fallnir að ráða lausn á sálrænum kvillum þeirra. Kulnun Solutions er afsprengi áfanga í Háskólanum í Reykjavík; eitt rúmlega hundrað verkefna sem berst nú um hálfa milljón króna og áframhaldandi stuðning við frekari uppbyggingu og útrás. Þrátt fyrir hinn mikla fjölda verkefna sker Kulnun Solutions sig frá hinum, að sögn aðstandenda, því það er það eina sem segja má að sé „sálfræðitengt.“Kulnun í kvenlegg Ætla má að þá tengingu megi rekja til sálfræðinemans Berglindar Rutar Wöhler, einnar þeirra fimm HR-inga sem unnið hafa sleitulaust að tilurð Kulnunar á síðustu vikum. Það er þó ekki aðeins áhugi hennar og námssvið sem réð verkefnavalinu, heldur segist Berglind hafa persónulega reynslu af kulnun - eins og svo fjöldamargir aðrir. „Til að mynda er móðir mín hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku sem glímir þar við sífellt álag og meðfylgjandi þreytu og hún hefur átt í erfiðleikum með að finna hvert hún getur leitað,“ segir Berglind, sem segist hafa verið álíka ráðvillt þegar hún vildi taka á sinni kulnun. Verkefni hópsins hennar, Kulnun Solutions, sé því hugsað sem lausn fyrir fólk í svipaðri stöðu. Berglind segir að þrátt fyrir að hugmyndin hafi tekið nokkrum breytingum frá því að hún fyrst kviknaði séu þau sátt við þá frumgerð sem þeim hefur tekist að setja á laggirnar, prufuútgáfu heimasíðu Kulnun Solutions. Berglind ásamt öðrum aðstandendum Kulnun Solutions, þeim Andra Sæmundssyni, Atla Frey Stefánssyni, Alexöndru Friðriksdóttur og Anítu Gunnarsdóttur.Vísir/vilhelmÞrátt fyrir mikla vitundarvakningu um orsakir og afleiðingar kulnunnar á undanförnum árum, sem hefur til að mynda sést í árveknisherferð VR á síðustu mánuðum, er margt enn óunnið í þessum efnum að sögn Berglindar. Til að mynda örli enn á því að fólk afskrifi kulnun og síþreytu sem aumingjaskap eða áhugaleysi. „Það mætti samt segja að það sé gott fyrir okkur, því það þýðir að vitundarvakningin sé hafin en að hún sé ekki búin. Til framtíðar litið mun þetta jafnframt þýða að þörfin á lausnum, eins og okkar, muni aðeins koma til með að aukast.“ Berglind nefnir að sama skapi að enn sé lítil vitneskja um að kulnun sé ekki einsleit. Hún orsakist af mörgum þáttum og fylgifiskar hennar eru margvíslegir. Þar komi verkefnið þeirra inn. Kulnun Solutions sé ætlað að tengja saman einstaklinga við þá sérfræðinga sem sérhæfa sig í þeim einkennum sem einstaklingarnir eru að kljást við. „Ef könnun sýnir t.d. að þú sért að kljást við streitu og áhugaleysi þá muntu geta fundið þann sérfræðing sem sérhæfir sig í streitu og áhugaleysi,“ segir Berglind til útskýringar. „Kulnun er ekki bara eitt einkenni.“Örfá prósent til að skipta sköpum Aðspurð um umfang kulnunarvandans segir Berglind að Kulnun Solutions sé í raun að staðsetja sig á markaði sem segja megi að sé óendanlega stór - „Enda getur kulnun hent alla einhvern tímann á lífsleiðinni.“ Kulnun sé enda ekki bara bundin við kulnun í starfi. „Það getur borið á henni í daglegu lífi, íþróttum, tómstundum eða skóla. Kulnun getur hreinlega hent í lífinu sjálfu,“ segir Berglind. Það sé jafnframt ástæðan fyrir því að vefsíðan er á ensku. Kulnun er ekki aðeins bundin við íslenskan veruleika og því sé hugmyndin að sækja út fyrir landsteinanna þegar fram líða stundir. Nefnir Berglind í því samhengi að rúmlega einn af hverjum átta Norðurlandabúum eru taldir finna fyrir einkennum kulnunar. „Þó við myndum ekki ná nema tveimur til þremur prósentum af þessum markaði þá værum við engu að síður að leggja heilmikið til samfélagsins,“ segir Berglind.Kulnun er vaxandi vandi, bæði á Íslandi og úti í heimi.GettyEn hvaðan koma tekjur Kulnun Solutions? „Hugmyndin er að við tökum prósentu af hverjum tíma sem er bókaður í gegnum síðuna okkar,“ segir Berglind og bætir við að samskiptin við sérfræðinginn fari í fyrstu, ef ekki alfarið, fram í gegnum síðuna. Stefna síðunnar sé jafnframt að létta líf sálfræðinga. „Þeir munu ekki þurfa að borga himinháa leigu á hefðbundnum sálfræðistofum. Í staðinn greiða þau okkur hóflegt mánaðargjald og geta unnið heima frá sér í gegnum tölvuna.“ Það muni lækka yfirbyggingarkostnað sálfræðinga, sem vonandi skilar sér í lægra verði til skjólstæðinga þeirra. Alla jafna greiði fólk um 16 þúsund krónur fyrir sálfræðitímann, sem er ekki á allra færi, og því margvíslegur ávinningur sem gæti fylgt því að lækka kostnaðarþröskuldinn sem ætla má að einhverjir setji fyrir sig. Þrátt fyrir háleit markmið segir Berglind að þau hjá Kulnun Solutions sjái ekki fyrir sér að bjarga heiminum. Ætlunin sé aðeins að bæta líðan fólks og auðvelda því að taka þátt í leik og starfi. Þrátt fyrir að framtíðin sé óráðin segja þau fyrsta skrefið vera að bera sigur úr býtum í fyrrnefndri keppni í HR, standa uppi með hálfa milljón, frekari stuðning við markaðssetningu og þátttöku í margvíslegum ráðstefnum í útlöndum. „Það er mikill metnaður í þessum hóp og brennandi áhugi á taka þetta eitthvað lengra,“ segir Berglind Rut. Heilbrigðismál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Hrynjum niður eins og flugur Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. 26. janúar 2019 09:00 Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hrönn stýrir Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Sjá meira
Ætla má að um 13 prósent Norðurlandabúa glími við einkenni kulnunar í leik eða starfi. Einkennin eru fjölbreytt, orsakirnar margvíslegar og afleiðingarnar oft alvarlegar. Þrátt fyrir það reynist fólki erfitt að finna bót meina sinna, að mati hópsins að baki lausninni Kulnun Solutions. Um er að ræða hálfgert markaðstorg. Einstaklingar sem telja sig eiga við kulnun að stríða svara stuttri spurningakönnun á vefsíðu Kulnunar og að henni lokinni eru þeir paraðir saman við sérfræðinga, sem best eru til þess fallnir að ráða lausn á sálrænum kvillum þeirra. Kulnun Solutions er afsprengi áfanga í Háskólanum í Reykjavík; eitt rúmlega hundrað verkefna sem berst nú um hálfa milljón króna og áframhaldandi stuðning við frekari uppbyggingu og útrás. Þrátt fyrir hinn mikla fjölda verkefna sker Kulnun Solutions sig frá hinum, að sögn aðstandenda, því það er það eina sem segja má að sé „sálfræðitengt.“Kulnun í kvenlegg Ætla má að þá tengingu megi rekja til sálfræðinemans Berglindar Rutar Wöhler, einnar þeirra fimm HR-inga sem unnið hafa sleitulaust að tilurð Kulnunar á síðustu vikum. Það er þó ekki aðeins áhugi hennar og námssvið sem réð verkefnavalinu, heldur segist Berglind hafa persónulega reynslu af kulnun - eins og svo fjöldamargir aðrir. „Til að mynda er móðir mín hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku sem glímir þar við sífellt álag og meðfylgjandi þreytu og hún hefur átt í erfiðleikum með að finna hvert hún getur leitað,“ segir Berglind, sem segist hafa verið álíka ráðvillt þegar hún vildi taka á sinni kulnun. Verkefni hópsins hennar, Kulnun Solutions, sé því hugsað sem lausn fyrir fólk í svipaðri stöðu. Berglind segir að þrátt fyrir að hugmyndin hafi tekið nokkrum breytingum frá því að hún fyrst kviknaði séu þau sátt við þá frumgerð sem þeim hefur tekist að setja á laggirnar, prufuútgáfu heimasíðu Kulnun Solutions. Berglind ásamt öðrum aðstandendum Kulnun Solutions, þeim Andra Sæmundssyni, Atla Frey Stefánssyni, Alexöndru Friðriksdóttur og Anítu Gunnarsdóttur.Vísir/vilhelmÞrátt fyrir mikla vitundarvakningu um orsakir og afleiðingar kulnunnar á undanförnum árum, sem hefur til að mynda sést í árveknisherferð VR á síðustu mánuðum, er margt enn óunnið í þessum efnum að sögn Berglindar. Til að mynda örli enn á því að fólk afskrifi kulnun og síþreytu sem aumingjaskap eða áhugaleysi. „Það mætti samt segja að það sé gott fyrir okkur, því það þýðir að vitundarvakningin sé hafin en að hún sé ekki búin. Til framtíðar litið mun þetta jafnframt þýða að þörfin á lausnum, eins og okkar, muni aðeins koma til með að aukast.“ Berglind nefnir að sama skapi að enn sé lítil vitneskja um að kulnun sé ekki einsleit. Hún orsakist af mörgum þáttum og fylgifiskar hennar eru margvíslegir. Þar komi verkefnið þeirra inn. Kulnun Solutions sé ætlað að tengja saman einstaklinga við þá sérfræðinga sem sérhæfa sig í þeim einkennum sem einstaklingarnir eru að kljást við. „Ef könnun sýnir t.d. að þú sért að kljást við streitu og áhugaleysi þá muntu geta fundið þann sérfræðing sem sérhæfir sig í streitu og áhugaleysi,“ segir Berglind til útskýringar. „Kulnun er ekki bara eitt einkenni.“Örfá prósent til að skipta sköpum Aðspurð um umfang kulnunarvandans segir Berglind að Kulnun Solutions sé í raun að staðsetja sig á markaði sem segja megi að sé óendanlega stór - „Enda getur kulnun hent alla einhvern tímann á lífsleiðinni.“ Kulnun sé enda ekki bara bundin við kulnun í starfi. „Það getur borið á henni í daglegu lífi, íþróttum, tómstundum eða skóla. Kulnun getur hreinlega hent í lífinu sjálfu,“ segir Berglind. Það sé jafnframt ástæðan fyrir því að vefsíðan er á ensku. Kulnun er ekki aðeins bundin við íslenskan veruleika og því sé hugmyndin að sækja út fyrir landsteinanna þegar fram líða stundir. Nefnir Berglind í því samhengi að rúmlega einn af hverjum átta Norðurlandabúum eru taldir finna fyrir einkennum kulnunar. „Þó við myndum ekki ná nema tveimur til þremur prósentum af þessum markaði þá værum við engu að síður að leggja heilmikið til samfélagsins,“ segir Berglind.Kulnun er vaxandi vandi, bæði á Íslandi og úti í heimi.GettyEn hvaðan koma tekjur Kulnun Solutions? „Hugmyndin er að við tökum prósentu af hverjum tíma sem er bókaður í gegnum síðuna okkar,“ segir Berglind og bætir við að samskiptin við sérfræðinginn fari í fyrstu, ef ekki alfarið, fram í gegnum síðuna. Stefna síðunnar sé jafnframt að létta líf sálfræðinga. „Þeir munu ekki þurfa að borga himinháa leigu á hefðbundnum sálfræðistofum. Í staðinn greiða þau okkur hóflegt mánaðargjald og geta unnið heima frá sér í gegnum tölvuna.“ Það muni lækka yfirbyggingarkostnað sálfræðinga, sem vonandi skilar sér í lægra verði til skjólstæðinga þeirra. Alla jafna greiði fólk um 16 þúsund krónur fyrir sálfræðitímann, sem er ekki á allra færi, og því margvíslegur ávinningur sem gæti fylgt því að lækka kostnaðarþröskuldinn sem ætla má að einhverjir setji fyrir sig. Þrátt fyrir háleit markmið segir Berglind að þau hjá Kulnun Solutions sjái ekki fyrir sér að bjarga heiminum. Ætlunin sé aðeins að bæta líðan fólks og auðvelda því að taka þátt í leik og starfi. Þrátt fyrir að framtíðin sé óráðin segja þau fyrsta skrefið vera að bera sigur úr býtum í fyrrnefndri keppni í HR, standa uppi með hálfa milljón, frekari stuðning við markaðssetningu og þátttöku í margvíslegum ráðstefnum í útlöndum. „Það er mikill metnaður í þessum hóp og brennandi áhugi á taka þetta eitthvað lengra,“ segir Berglind Rut.
Heilbrigðismál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Hrynjum niður eins og flugur Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. 26. janúar 2019 09:00 Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hrönn stýrir Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45
Hrynjum niður eins og flugur Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. 26. janúar 2019 09:00