Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 19:01 Sjúkraflutningamenn flytja einn þeirra slösuðu úr þyrlu Gæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38