Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 19:01 Sjúkraflutningamenn flytja einn þeirra slösuðu úr þyrlu Gæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38