Viðtal við Hatara á CNN vék skyndilega fyrir Trump Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 19:15 Trump og Maurer við Hvíta húsið í dag. Getty/Mark Wilson Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan. Donald Trump Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan.
Donald Trump Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira