Chelsea Manning send aftur í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 22:28 Manning fyrir utan dómshúsið í Alexandríu í Virginíu í dag. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017. Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017.
Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18