Matvælastofnun minnir á bann við dýraáti dýra vegna smithættu Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. maí 2019 08:15 Svín. fréttablaðið/GVA Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira