Fékk að vita að hann væri kominn í úrslitakeppnina í miðju viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:00 Daryl Gurney, til vinstri, komst í úrslitakeppnina eftir sigur í lokaumferðinni í gær. Getty/Alex Burstow Síðustu sætin í úrslitakeppninni í úrvalsdeildinni í pílu fór til Englands og Norður-Írlands en deildarkeppninni lauk í gær. Úrslitakeppnin tekur síðan við í næstu viku. Englendingurinn James Wade tryggði sér síðasta sætið með því að vinna landa sinn Rob Cross sem sat í efsta sætinu fyrir sextándu og síðustu umferðina. James Wade og Norður Írinn Daryl Gurney komust í úrslitakeppnina í gær en áður höfðu Michael Van Gerwen og Rob Cross tryggt sig inn í þessa fjögurra manna úrslitakeppnin þar sem barist verður um sigur í úrvalsdeildinni í ár.WADE WINS!! James Wade guarantees his place at the Play-Offs in style with victory over Rob Cross, which means Van Gerwen finishes top of the Premier League table. #Unibet180pic.twitter.com/tvDtzqQFTS — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019„Rob hefur verið besti spilarinn í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en í kvöld fannst mér taugarnar vera svolítið að stríða honum,“ sagði James Wade eftir sigurinn Rob Cross. Þeir munu mætast aftur í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Þessi úrslit í kvöld skipta engu máli í úrslitakeppninni en ef eitthvað þá ættu þau að gefa Rob meira bensín því hann missti af 25 þúsund pundum út af þessu tapi,“ sagði Wade. Hollendingurinn Michael Van Gerwen nýtti sér þetta tap hjá Rob Cross í gær og tryggði sér í gær efsta sætið í deildarkeppninni sjöunda árið í röð. „Þetta er mikið afrek fyrir mig en ég veit að ég get betur. Það er pláss fyrir framfarir því ég brást sjálfum mér í nokkrum leikjum,“ sagði Michael Van Gerwen. „Nú ætla ég að einbeita mér að næstu viku því mikilvægast er að vinna leikina í úrslitakeppninni í London,“ sagði Van Gerwen. Michael Van Gerwen vann 8-5 sigur á hinum austurríska Mensur Suljović og eyddi um leið öllum vonum Mensur Suljović um að vera með í úrslitakeppninni.When you find out you've qualified for the Premier League Darts play-offs for the first time...mid interview! Congratulations Daryl Gurney! @Superchin180pic.twitter.com/KPuUFRYOlJ — Sporting Life (@SportingLife) May 16, 2019Hinn velski Gerwyn Price var næstur því að komast í úrslitakeppnina en það dugði honum ekki að vinna sannfærandi 8-3 sigur á Skotanum Peter Wright. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég þyrfti að vinna í kvöld og hef líklega sjaldan verið einbeittari. Þetta er ein mín besta frammistaða,“ sagði Norður Írinn Daryl Gurney sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 8-3 sigri á Michael Smith. „Nú er ég kominn inn í úrslitakeppnina og geri mitt besta til að vinna titilinn,“ sagði Gurney. Hér fyrir ofan má sjá þegar hann fékk fréttirnar í miðju viðtali.The confirmed Play-Offs for the 2019 @Unibet Premier League... Who will be crowned our champion? #Unibet180pic.twitter.com/lWtFaJ8L4U — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019Úrslitin í sextándu umferðinni í Leeds í gær: Gerwyn Price 8-3 Peter Wright Daryl Gurney 8-3 Michael Smith Michael van Gerwen 8-5 Mensur Suljovic James Wade 8-6 Rob CrossLokastaðan í deildarkeppninni: 1. Michael van Gerwen 23 stig 2. Rob Cross 22 3. James Wade 20 4. Daryl Gurney 19 5. Gerwyn Price 18 6. Mensur Suljovic 17 7. Michael Smith 10 8. Peter Wright 9 9. Raymond van Barneveld 4Undanúrslit úrslitakeppninnar - Fimmtudagurinn 23. maíFer fram í O2-höllinni í London Michael van Gerwen - Daryl Gurney Rob Cross - James WadeFINAL STANDINGS! So here we have it. After 16 gruelling and unpredictable nights of competition, here is the final 2019 @Unibet Premier League table. Michael van Gerwen, Rob Cross, Daryl Gurney and James Wade will star @TheO2 next Thursday. pic.twitter.com/EbylIqRiTa — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019 Íþróttir Pílukast Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Sjá meira
Síðustu sætin í úrslitakeppninni í úrvalsdeildinni í pílu fór til Englands og Norður-Írlands en deildarkeppninni lauk í gær. Úrslitakeppnin tekur síðan við í næstu viku. Englendingurinn James Wade tryggði sér síðasta sætið með því að vinna landa sinn Rob Cross sem sat í efsta sætinu fyrir sextándu og síðustu umferðina. James Wade og Norður Írinn Daryl Gurney komust í úrslitakeppnina í gær en áður höfðu Michael Van Gerwen og Rob Cross tryggt sig inn í þessa fjögurra manna úrslitakeppnin þar sem barist verður um sigur í úrvalsdeildinni í ár.WADE WINS!! James Wade guarantees his place at the Play-Offs in style with victory over Rob Cross, which means Van Gerwen finishes top of the Premier League table. #Unibet180pic.twitter.com/tvDtzqQFTS — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019„Rob hefur verið besti spilarinn í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en í kvöld fannst mér taugarnar vera svolítið að stríða honum,“ sagði James Wade eftir sigurinn Rob Cross. Þeir munu mætast aftur í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Þessi úrslit í kvöld skipta engu máli í úrslitakeppninni en ef eitthvað þá ættu þau að gefa Rob meira bensín því hann missti af 25 þúsund pundum út af þessu tapi,“ sagði Wade. Hollendingurinn Michael Van Gerwen nýtti sér þetta tap hjá Rob Cross í gær og tryggði sér í gær efsta sætið í deildarkeppninni sjöunda árið í röð. „Þetta er mikið afrek fyrir mig en ég veit að ég get betur. Það er pláss fyrir framfarir því ég brást sjálfum mér í nokkrum leikjum,“ sagði Michael Van Gerwen. „Nú ætla ég að einbeita mér að næstu viku því mikilvægast er að vinna leikina í úrslitakeppninni í London,“ sagði Van Gerwen. Michael Van Gerwen vann 8-5 sigur á hinum austurríska Mensur Suljović og eyddi um leið öllum vonum Mensur Suljović um að vera með í úrslitakeppninni.When you find out you've qualified for the Premier League Darts play-offs for the first time...mid interview! Congratulations Daryl Gurney! @Superchin180pic.twitter.com/KPuUFRYOlJ — Sporting Life (@SportingLife) May 16, 2019Hinn velski Gerwyn Price var næstur því að komast í úrslitakeppnina en það dugði honum ekki að vinna sannfærandi 8-3 sigur á Skotanum Peter Wright. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég þyrfti að vinna í kvöld og hef líklega sjaldan verið einbeittari. Þetta er ein mín besta frammistaða,“ sagði Norður Írinn Daryl Gurney sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 8-3 sigri á Michael Smith. „Nú er ég kominn inn í úrslitakeppnina og geri mitt besta til að vinna titilinn,“ sagði Gurney. Hér fyrir ofan má sjá þegar hann fékk fréttirnar í miðju viðtali.The confirmed Play-Offs for the 2019 @Unibet Premier League... Who will be crowned our champion? #Unibet180pic.twitter.com/lWtFaJ8L4U — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019Úrslitin í sextándu umferðinni í Leeds í gær: Gerwyn Price 8-3 Peter Wright Daryl Gurney 8-3 Michael Smith Michael van Gerwen 8-5 Mensur Suljovic James Wade 8-6 Rob CrossLokastaðan í deildarkeppninni: 1. Michael van Gerwen 23 stig 2. Rob Cross 22 3. James Wade 20 4. Daryl Gurney 19 5. Gerwyn Price 18 6. Mensur Suljovic 17 7. Michael Smith 10 8. Peter Wright 9 9. Raymond van Barneveld 4Undanúrslit úrslitakeppninnar - Fimmtudagurinn 23. maíFer fram í O2-höllinni í London Michael van Gerwen - Daryl Gurney Rob Cross - James WadeFINAL STANDINGS! So here we have it. After 16 gruelling and unpredictable nights of competition, here is the final 2019 @Unibet Premier League table. Michael van Gerwen, Rob Cross, Daryl Gurney and James Wade will star @TheO2 next Thursday. pic.twitter.com/EbylIqRiTa — PDC Darts (@OfficialPDC) May 16, 2019
Íþróttir Pílukast Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Sjá meira