Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2019 16:00 Séð inn í rútuna sem fór út af veginum við Hof í Öræfum í gær. vísir/friðrik þór Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. Björgunarsveitarmenn í björgunarsveitinni Kára í Öræfum voru fyrstir á vettvang. Viðbragð þeirra skiptir gríðarlegu miklu máli að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, þar sem 100 kílómetrar séu í hvora átt í sjúkraflutningamenn og annað viðbragð. Slysið í gær er þriðja stórslysið í umferðinni á 17 mánaða tímabili sem verður á um 100 kílómetra vegakafla frá Eldhrauni og inn í Öræfi að Hofgarði þar sem slysið varð í gær. Í desember 2017 varð alvarlegt umferðarslys í Eldhrauni þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn fór út af Suðurlandsvegi, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri. Tveir létust í slysinu og fjölmargir slösuðust alvarlega. Akkúrat ári síðar, þann 27. desember 2018, varð annað banaslys ekki langt frá Eldhrauni, eða um 50 kílómetra í austur, þegar jeppi fór fram af brúnni yfir Núpsvötn með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega.Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í gær.vísir/jóhann k.Á milli 60 og 70 manns komu að aðgerðunum Sveinn Kristján segir að björgunarsveitarmenn í Öræfum séu yfirleitt fyrstir á vettvang slysa á þessu svæði og svo var einnig í gær eins og áður segir. „Svo vildi heppilega til að það er landsþing Landsbjargar austur á Egilsstöðum þannig að það var slatti af fólki sem kom okkur til aðstoðar,“ segir Sveinn sem telur að á milli 60 og 70 manns hafi komið að aðgerðum í gær þegar allt er talið, til dæmis samhæfingarstöðin í Skógarhlíð og dönsku þyrluflugmennirnir sem flugu austur af herskipinu sem var í Reykjavíkurhöfn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í hádegisfréttum RÚV að mannslífum hafi líklega verið bjargað á slysstað í gær þar sem skamman tíma tók að lyfta rútunni og losa þá tvo farþega sem voru fastir undir henni. Sveinn Rúnar tekur undir þetta og segir það hafa gert gæfumuninn hversu hratt það gekk að losa farþegana undan rútunni.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Ansi langt í viðbragð Staðurinn þar sem slysið varð í gær er sá staður í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem hvað lengst er í viðbragð lögreglu og sjúkraflutninga. „Já, það er ansi langt í viðbragð. Næstu atvinnumenn eru 100 kílómetra í burtu í hvora átt þannig að við þurfum að treysta á björgunarsveitarmenn í Öræfum sem hafa staðið sig aftur og aftur eins og hetjur,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir aðspurður að það séu innan við tíu manns virkir í björgunarsveitinni Kára. Það er því ekki ofsögum sagt að það er mikið álag á ekki stærri sveit að koma ítrekað fyrst á vettvang í alvarlegum umferðarslysum. „Viðbragðið þarna skiptir gríðarlega miklu. Við eigum algjörar hetjur í Öræfunum sem hafa staðið sig alveg gríðarlega vel aftur og aftur og þarna á svæðinu. Þetta er alltaf sama fólkið. Ef við horfum líka á Klaustur og Vík og austur til Hafnar. Það er alltaf sama fólkið sem er að koma að þessum stóru atburðum þarna,“ segir Sveinn.Dönsk herþyrla var notuð til að ferja mannskap til og frá slysstað í gær.vísir/jóhann k.Væri mjög gott að hafa viðbragðsbíl og lögreglu á staðnum Sveinn tekur undir orð Elínar Freyju Hauksdóttur, læknis á Höfn, í viðtali við fréttastofu í gær þar sem hún sagði horft til þess að það verði að minnsta kosti sjúkraflutningamenn eða hjúkrunarfræðingur til staðar í Skaftafelli þar sem þúsundir manns koma daglega. „Það væri mjög gott að vera með í kringum Skaftafell eða á þessu svæði einhvern svipaðan viðbragðsbíl eins og er upp á Þingvöllum. Þar er sjúkraflutningamaður allan daginn til viðbragðs meðan ferðamannastraumurinn er. Það væri mjög gott og eins að vera með lögreglubíl þarna með stöðugt eftirlit. Það styttir allan viðbragðstíma. Í þessu tilfelli kemur fyrsti lögreglubíll frá Höfn og sá næsti var í Mýrdalnum. Þetta er æði langur akstur,“ segir Sveinn.Rútan sem valt á slysstað í gær.vísir/jóhann k.Enn verið að taka skýrslur af farþegum Spurður út í það hvers vegna slys eru svo tíð á þessum vegakafla sem um ræðir, hvort vegakaflinn og aðstæður séu sérstaklega slæmar eða hvort fjöldi ferðamanna sé svo mikill, segir Sveinn þetta vera sittlítið af hvoru. „Það er náttúrulega gríðarlega mikil umferð þarna bæði á stórum bílum og litlum bílum og alls konar farartækjum. Þetta er bara þessi tvíbreiði þjóðvegur 1 sem við erum að eiga við og mjög víða engar vegaxlir eða mjög háar vegaxlir. Vegurinn gefur þér ekkert rúm til mistaka, þú mátt ekki gleyma þér í hálfa sekúndu til þess að lenda ekki í einhverju stórkostlegu. Það er hluti af þessu og svo er þetta gríðarlegur fjöldi sem er að keyra þennan veg,“ segir Sveinn og bendir jafnframt á fjölda einbreiðra brúa á svæðinu. Hann segir að koma þurfi þessum hlutum í lag og segist bjartsýnn á að það gerist en hvenær það gerist sé annað mál. „Það eru allir að gera sitt besta, ég ætla engum annað en það. Vegagerðin er að reyna að spila úr sínum fjármunum eins og þeir telja skynsamlegast og eru allir af vilja gerðir að gera allt betra og öflugra,“ segir Sveinn. Sveinn segir að ekki sé enn búið að yfirheyra alla farþega en skýrslutökur hafa farið fram í dag. Ekki er búið að yfirheyra bílstjórann og heldur ekki þá sem fluttir voru alvarlega slasaðir á slysadeild í Fossvogi. Að sögn Sveins er ljóst að ekki voru allir farþegar rútunnar í bílbeltum en hversu margir voru í belti og hversu margir ekki liggur ekki nákvæmlega fyrir. Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar. Björgunarsveitir Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Gunnar Sigurjónsson bóndi segir aðkomuna skelfilega. 17. maí 2019 15:46 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. Björgunarsveitarmenn í björgunarsveitinni Kára í Öræfum voru fyrstir á vettvang. Viðbragð þeirra skiptir gríðarlegu miklu máli að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, þar sem 100 kílómetrar séu í hvora átt í sjúkraflutningamenn og annað viðbragð. Slysið í gær er þriðja stórslysið í umferðinni á 17 mánaða tímabili sem verður á um 100 kílómetra vegakafla frá Eldhrauni og inn í Öræfi að Hofgarði þar sem slysið varð í gær. Í desember 2017 varð alvarlegt umferðarslys í Eldhrauni þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn fór út af Suðurlandsvegi, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri. Tveir létust í slysinu og fjölmargir slösuðust alvarlega. Akkúrat ári síðar, þann 27. desember 2018, varð annað banaslys ekki langt frá Eldhrauni, eða um 50 kílómetra í austur, þegar jeppi fór fram af brúnni yfir Núpsvötn með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega.Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í gær.vísir/jóhann k.Á milli 60 og 70 manns komu að aðgerðunum Sveinn Kristján segir að björgunarsveitarmenn í Öræfum séu yfirleitt fyrstir á vettvang slysa á þessu svæði og svo var einnig í gær eins og áður segir. „Svo vildi heppilega til að það er landsþing Landsbjargar austur á Egilsstöðum þannig að það var slatti af fólki sem kom okkur til aðstoðar,“ segir Sveinn sem telur að á milli 60 og 70 manns hafi komið að aðgerðum í gær þegar allt er talið, til dæmis samhæfingarstöðin í Skógarhlíð og dönsku þyrluflugmennirnir sem flugu austur af herskipinu sem var í Reykjavíkurhöfn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í hádegisfréttum RÚV að mannslífum hafi líklega verið bjargað á slysstað í gær þar sem skamman tíma tók að lyfta rútunni og losa þá tvo farþega sem voru fastir undir henni. Sveinn Rúnar tekur undir þetta og segir það hafa gert gæfumuninn hversu hratt það gekk að losa farþegana undan rútunni.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Ansi langt í viðbragð Staðurinn þar sem slysið varð í gær er sá staður í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem hvað lengst er í viðbragð lögreglu og sjúkraflutninga. „Já, það er ansi langt í viðbragð. Næstu atvinnumenn eru 100 kílómetra í burtu í hvora átt þannig að við þurfum að treysta á björgunarsveitarmenn í Öræfum sem hafa staðið sig aftur og aftur eins og hetjur,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir aðspurður að það séu innan við tíu manns virkir í björgunarsveitinni Kára. Það er því ekki ofsögum sagt að það er mikið álag á ekki stærri sveit að koma ítrekað fyrst á vettvang í alvarlegum umferðarslysum. „Viðbragðið þarna skiptir gríðarlega miklu. Við eigum algjörar hetjur í Öræfunum sem hafa staðið sig alveg gríðarlega vel aftur og aftur og þarna á svæðinu. Þetta er alltaf sama fólkið. Ef við horfum líka á Klaustur og Vík og austur til Hafnar. Það er alltaf sama fólkið sem er að koma að þessum stóru atburðum þarna,“ segir Sveinn.Dönsk herþyrla var notuð til að ferja mannskap til og frá slysstað í gær.vísir/jóhann k.Væri mjög gott að hafa viðbragðsbíl og lögreglu á staðnum Sveinn tekur undir orð Elínar Freyju Hauksdóttur, læknis á Höfn, í viðtali við fréttastofu í gær þar sem hún sagði horft til þess að það verði að minnsta kosti sjúkraflutningamenn eða hjúkrunarfræðingur til staðar í Skaftafelli þar sem þúsundir manns koma daglega. „Það væri mjög gott að vera með í kringum Skaftafell eða á þessu svæði einhvern svipaðan viðbragðsbíl eins og er upp á Þingvöllum. Þar er sjúkraflutningamaður allan daginn til viðbragðs meðan ferðamannastraumurinn er. Það væri mjög gott og eins að vera með lögreglubíl þarna með stöðugt eftirlit. Það styttir allan viðbragðstíma. Í þessu tilfelli kemur fyrsti lögreglubíll frá Höfn og sá næsti var í Mýrdalnum. Þetta er æði langur akstur,“ segir Sveinn.Rútan sem valt á slysstað í gær.vísir/jóhann k.Enn verið að taka skýrslur af farþegum Spurður út í það hvers vegna slys eru svo tíð á þessum vegakafla sem um ræðir, hvort vegakaflinn og aðstæður séu sérstaklega slæmar eða hvort fjöldi ferðamanna sé svo mikill, segir Sveinn þetta vera sittlítið af hvoru. „Það er náttúrulega gríðarlega mikil umferð þarna bæði á stórum bílum og litlum bílum og alls konar farartækjum. Þetta er bara þessi tvíbreiði þjóðvegur 1 sem við erum að eiga við og mjög víða engar vegaxlir eða mjög háar vegaxlir. Vegurinn gefur þér ekkert rúm til mistaka, þú mátt ekki gleyma þér í hálfa sekúndu til þess að lenda ekki í einhverju stórkostlegu. Það er hluti af þessu og svo er þetta gríðarlegur fjöldi sem er að keyra þennan veg,“ segir Sveinn og bendir jafnframt á fjölda einbreiðra brúa á svæðinu. Hann segir að koma þurfi þessum hlutum í lag og segist bjartsýnn á að það gerist en hvenær það gerist sé annað mál. „Það eru allir að gera sitt besta, ég ætla engum annað en það. Vegagerðin er að reyna að spila úr sínum fjármunum eins og þeir telja skynsamlegast og eru allir af vilja gerðir að gera allt betra og öflugra,“ segir Sveinn. Sveinn segir að ekki sé enn búið að yfirheyra alla farþega en skýrslutökur hafa farið fram í dag. Ekki er búið að yfirheyra bílstjórann og heldur ekki þá sem fluttir voru alvarlega slasaðir á slysadeild í Fossvogi. Að sögn Sveins er ljóst að ekki voru allir farþegar rútunnar í bílbeltum en hversu margir voru í belti og hversu margir ekki liggur ekki nákvæmlega fyrir. Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar.
Björgunarsveitir Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Gunnar Sigurjónsson bóndi segir aðkomuna skelfilega. 17. maí 2019 15:46 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38
Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30
Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Gunnar Sigurjónsson bóndi segir aðkomuna skelfilega. 17. maí 2019 15:46