Baldur um að hafa verið kallaður gyðingahatari: Héldu líklega að ég væri stórhættulegur Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 20:00 Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“ Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“
Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15
Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45
Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00
Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00
Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00