Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 17:30 Frá Landsrétti. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin. Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin.
Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira