Hægri og vinstri gætu unnið saman til að útiloka hægriöfgaflokka Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 19:01 Rasmussen var spurður út í stjórnarmynstur eftir kosningar á blaðamannafundi í tengslum við útkomu bókar. Vísir/EPA Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata eftir þingkosningar sem fara fram í byrjun júní til að koma í veg fyrir að hægriöfgaflokkar komist til áhrifa. Kosið verður í Danmörku miðvikudaginn 5. júní. Skoðanakannanir hafa ekki verið Vinstri, hægriflokknum sem Rasmussen leiðir, hagfelldar að undanförnu. Þess í stað benda kannanir til þess að Sósíaldemókrataflokkur Mette Frederiksen gæti myndað ríkisstjórn eftir kosningar. Rasmussen vísar nú til uppgangs hægriöfgaflokksins Harðlínu sem boðar kynþáttahyggju sem ástæðu fyrir að vinna þvert yfir miðjuna með sósíaldemókrötum. Hann vilji ekki vera upp á stuðning slíkra afla kominn og það gefi auga leið að styttra sé á milli Vinstri og Sósíaldemókrata en Vinstri og öfgahægrisins, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Ef ég á aðeins möguleika að verða forsætisráðherra með hjálp öfgahægrisins kýs ég heldur samstarf yfir miðjuna en að láta jaðarinn rífa sameiginlegar undirstöður okkar niður,“ segir Rasmussen. Í viðtali vildi hann ekki svara því hvort hann væri tilbúinn að gera Frederiksen að forsætisráðherra eftir kosningar.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kosið í Danmörku 5. júní Forsætisráðherrann tilkynnti um kjördag í ræðu á danska þinginu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að miðhægristjórn hans gæti fallið. 7. maí 2019 12:37