Snjallsímar í frjálsu falli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 07:15 Þessi er jafnvel enn óseldur. Nordicphotos/Getty Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina. Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Snjallsímaframleiðendur eru í sterkum mótbyr og markaðurinn er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. Tölurnar sem birtust í skýrslu Canalys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í mánuðinum renna stoðum undir þennan málflutning. Hjá risunum tveimur á markaði, Samsung og Apple, sem höfðu um 39 prósenta markaðshlutdeild á fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan einna svörtust. Markaðshlutdeildin stóð í 35,6 í ár og seldum snjallsímum fækkaði samanlagt um tuttugu milljónir. Sala hjá Apple dróst saman um 23,2 prósent og Samsung um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala snjallsíma á heimsvísu saman um 6,8 prósent. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Greinendur sem tæknimiðillinn Techcrunch ræddi við bentu á að nýjasta flaggskip Apple, iPhone XS, hafi verið of líkur fyrri síma og að snjallsímar nú séu orðnir það góðir og dýrir að neytendur kaupi sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur áður verið bent á það að sala nýrra snjallsíma í Kína, sem áður keyrði áfram vöxtinn, hefur dregist saman undanfarin misseri. Þrátt fyrir samdrátt í heildina mátti finna augljósan sigurvegara á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala á Huawei-símum jókst nefnilega um helming miðað við sama tíma í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo virðist sem háværar ásakanir um að fyrirtækið njósni um neytendur hafi lítil áhrif á heildarmyndina.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Google Huawei Samsung Tækni Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira