„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2019 12:00 Íbúasamtök Laugardals sendu formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna síðust Secret Solstice hátíð vegna of mikillar hávaðamengunnar og fíkniefnamála. Íbúi segist hafa hrakist frá heimili sínu. VÍSIR/Andri Marinó Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30
Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46