Getur hvorki staðfest né neitað að Ísland haldi Eurovision ef Ástralía vinnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri getur ekki tjáð sig um það hvort Ísland muni halda Eurovision, beri Ástralía sigur úr býtum. Vísir/Samsett Útvarpsstjóri getur hvorki staðfest né neitað að Eurovision-söngvakeppnin verði haldin á Íslandi, komi til þess að Ástralía vinni keppnina. Orðrómur þess efnis hefur komist á kreik í tengslum við keppnina í ár en sigurlíkur Ástralíu teljast nú nokkuð góðar. Ástralía má ekki halda keppnina samkvæmt reglum Eurovision. „Ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, inntur eftir því hvort einhverjar viðræður hafi átt sér stað milli RÚV og EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, um gestgjafahlutverk Íslands í tilfelli Ástralíusigurs. Hann staðfestir hvorki umræddan orðróm né vísar honum á bug.Sjá einnig: Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Heimildir fréttastofu herma að nú sé hvíslað um mögulega aðkomu Íslands að keppninni ef Ástralía vinnur. Orðrómurinn fari nokkuð hátt úti í Tel Aviv en íslenski og ástralski hópurinn gista þar á sama hóteli. Þá hefur farið afar vel á með Hataramönnum, fulltrúum Íslands, og Kate Miller Heidke, sem syngur ástralska framlagið, í keppninni.Horfðu til Þýskalands og Bretlands Ástralía tekur þátt í Eurovision í fimmta sinn í ár en landið tók fyrst þátt árið 2015 og hefur vegnað afar vel í keppninni síðan þá. Ástralskt framlag hefur þrisvar hafnað í efstu tíu sætunum á fjórum árum, þar af einu sinni í öðru sæti. Í þátttökusamningnum er þó kveðið á um að Ástralía megi ekki halda keppnina líkt og hefð er fyrir að vinningsþjóðin geri. Fljótlega eftir að tilkynnt var um þátttöku Ástralíu gaf EBU það út að einkum yrði horft til Þýskalands og Bretlands ef Ástralía ynni keppnina. Jon Ola búinn að leggja blessun sína yfir húsakostinn Ljóst þykir að Ástralía sé líkleg til stórræða í ár en þegar þetta er ritað er landinu spáð öðru sæti í keppninni. Flestir veðja þó enn á Hollendinginn Duncan Laurence og lag hans, Arcade. Þannig bendir margt til þess að Eurovision verði haldin í Hollandi árið 2020 og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af skipulagningu keppninnar á næsta ári.Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision.Vísir/EPAÍsland er þó vissulega í stakk búið til að halda Eurovision, ef marka má mat Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en hann kom hingað til lands í vor og gerði úttekt á mannvirkjum sem gætu hýst keppnina. Hann lagði m.a. blessun sína yfir Kórinn í Kópavogi og Egilshöll og var jafnframt bjartsýnn á gengi Hatara í keppninni. Þó að Magnús Geir geti ekki tjáð sig um mögulega aðkomu RÚV að Ástralíusigri segist hann gríðarlega spenntur fyrir keppninni í kvöld og stoltur af Höturum. Hann treystir sér þó ekki til þess að spá nákvæmlega fyrir um gengi sveitarinnar í kvöld. „Hatrið mun auðvitað sigra, en nákvæmlega í hvaða sæti þori ég ekki nákvæmlega að segja til um.“ Eurovision Tengdar fréttir Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00 Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15 Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira
Útvarpsstjóri getur hvorki staðfest né neitað að Eurovision-söngvakeppnin verði haldin á Íslandi, komi til þess að Ástralía vinni keppnina. Orðrómur þess efnis hefur komist á kreik í tengslum við keppnina í ár en sigurlíkur Ástralíu teljast nú nokkuð góðar. Ástralía má ekki halda keppnina samkvæmt reglum Eurovision. „Ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, inntur eftir því hvort einhverjar viðræður hafi átt sér stað milli RÚV og EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, um gestgjafahlutverk Íslands í tilfelli Ástralíusigurs. Hann staðfestir hvorki umræddan orðróm né vísar honum á bug.Sjá einnig: Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Heimildir fréttastofu herma að nú sé hvíslað um mögulega aðkomu Íslands að keppninni ef Ástralía vinnur. Orðrómurinn fari nokkuð hátt úti í Tel Aviv en íslenski og ástralski hópurinn gista þar á sama hóteli. Þá hefur farið afar vel á með Hataramönnum, fulltrúum Íslands, og Kate Miller Heidke, sem syngur ástralska framlagið, í keppninni.Horfðu til Þýskalands og Bretlands Ástralía tekur þátt í Eurovision í fimmta sinn í ár en landið tók fyrst þátt árið 2015 og hefur vegnað afar vel í keppninni síðan þá. Ástralskt framlag hefur þrisvar hafnað í efstu tíu sætunum á fjórum árum, þar af einu sinni í öðru sæti. Í þátttökusamningnum er þó kveðið á um að Ástralía megi ekki halda keppnina líkt og hefð er fyrir að vinningsþjóðin geri. Fljótlega eftir að tilkynnt var um þátttöku Ástralíu gaf EBU það út að einkum yrði horft til Þýskalands og Bretlands ef Ástralía ynni keppnina. Jon Ola búinn að leggja blessun sína yfir húsakostinn Ljóst þykir að Ástralía sé líkleg til stórræða í ár en þegar þetta er ritað er landinu spáð öðru sæti í keppninni. Flestir veðja þó enn á Hollendinginn Duncan Laurence og lag hans, Arcade. Þannig bendir margt til þess að Eurovision verði haldin í Hollandi árið 2020 og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af skipulagningu keppninnar á næsta ári.Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision.Vísir/EPAÍsland er þó vissulega í stakk búið til að halda Eurovision, ef marka má mat Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en hann kom hingað til lands í vor og gerði úttekt á mannvirkjum sem gætu hýst keppnina. Hann lagði m.a. blessun sína yfir Kórinn í Kópavogi og Egilshöll og var jafnframt bjartsýnn á gengi Hatara í keppninni. Þó að Magnús Geir geti ekki tjáð sig um mögulega aðkomu RÚV að Ástralíusigri segist hann gríðarlega spenntur fyrir keppninni í kvöld og stoltur af Höturum. Hann treystir sér þó ekki til þess að spá nákvæmlega fyrir um gengi sveitarinnar í kvöld. „Hatrið mun auðvitað sigra, en nákvæmlega í hvaða sæti þori ég ekki nákvæmlega að segja til um.“
Eurovision Tengdar fréttir Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00 Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15 Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira
Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00
Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15
Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15