Lífið

„I remember you from previous Eurovisions“

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld.
Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld. fbl/anton brink
Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig.

Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu.

Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði:

„I remember you from...“

Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“

Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað

Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision.

Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig.

Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.