„I remember you from previous Eurovisions“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 15:30 Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld. fbl/anton brink Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld. Eurovision Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld.
Eurovision Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira