Anton Sveinn McKee sló í dag tíu ára gamalt Íslandsmet í 50 metra bringusundi þegar hann tók þátt í móti í Bandaríkjunum.
Anton Sveinn synti á 27,73 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar frá árinu 2009. Gamla metið var 28,03 sekúndur.
Með tímanum tryggði Anton sér einnig þátttöku á HM í Suður-Kóreu í 50 metra bringusundi en hann náði á dögunum að synda undir HM lágmarkinu í 100 metra bringusundi á sama móti.
HM fer fram í júlí en áður að því kemur mun Anton keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok mánaðar.
Anton bætti tíu ára gamalt Íslandsmet

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn