Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 17:40 ZENA flytur framlag Hvíta-Rússlands í Eurovision þetta árið. Guy Prives/Getty Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu. Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem stendur að Eurovision, hefur staðfest að dómnefnd Hvíta-Rússlands hefur verið vísað úr keppni. Ástæða brottrekstrarins er að meðlimir dómnefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar á þriðjudag. Það brýtur í bága við reglur Eurovision, en þær kveða á um að úrslit undanúrslitakvöldanna megi ekki vera ljós fyrr en að úrslitakvöldinu loknu. Í samtali við miðilinn Eurovox staðfesti fjölmiðlateymi Eurovision að dómnefnd Hvíta-Rússlands hafi verið vísað úr keppni. „Hvítrússneska dómnefndin varð í viðtali við fjölmiðla uppvís að því að brjóta reglur Eurovision-söngvakeppninnar. Svo að reglum keppninnar sé fylgt hefur EBU gripið til þess ráðs að vísa dómnefnd Hvíta-Rússlands úr keppni fyrir úrslitakvöldið.“ Þá kemur fram að sökum brottrekstursins verði vægi atkvæða símakosningarinnar í Hvíta-Rússlandi aukið og munu atkvæði hvítrússneskra áhorfenda alfarið ráða því hvert stig Hvíta-Rússlands fara. Venjulega hefur ákvörðun dómnefndar 50% vægi á móti símakosningu. Athygli blaðamanns vakti að einn dómnefndarmeðlima, Angelina Mikulskaya, sagði í viðtali við miðilinn tut.by að hún hafi ekki hrifist af íslenska atriðinu og hafi því ekki kosið Ísland upp úr riðlinum á þriðjudag. Hvítrússneska lagið komst líkt og íslenska framlagið upp úr undanúrslitakvöldinu á þriðjudag. Framlag Hvíta-Rússlands er lagið Like It og er sungið af söngkonunni ZENU. Hún er 19. á svið í kvöld. Hatari verður atriði númer 17 á úrslitakvöldinu.
Eurovision Hvíta-Rússland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira