Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 00:15 Matthías var hress þegar fréttamaður heyrði í honum hljóðið. Vísir Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58